Innlent

Flestir styðja Sjálfstæðisflokk

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær.

Vinstri græn mælast með 25 prósenta fylgi, meira en Samfylkingin, sem nýtur stuðnings 23 prósenta. Ríkisstjórnin nýtur 47 prósenta fylgis.

Um 14 prósent sögðust styðja Framsóknarflokkurinn, en fimm prósent sögðust myndu kjósa aðra flokka, til dæmis Hreyfinguna, Borgarahreyfinguna eða Frjálslynda flokkinn. - bj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×