Fréttaskýring: Skattar á bíla taka mið af umhverfinu svavar@frettabladid.is skrifar 31. ágúst 2010 05:15 Fjármálaráðuneytið telur ekki ástæðu til að hvetja til innflutnings á nýjum bílum. Bílafloti þjóðarinnar sé tiltölulega nýr.fréttablaðið/vilhelm Fréttaskýring: Hvernig verður skattlagningu háttað af nýjum bílum í framtíðinni? „Við erum að ganga frá frumvörpum þar sem verið er að breyta skattlagningu á ökutækjum og eldsneyti sem byggir á losun gróðurhúsalofttegunda. Til þessa hefur verið litið til vélarstærðar við álagningu innflutningsgjalda og þunga ökutækis við álagningu bifreiðagjalda,“ segir Sigurður Guðmundsson, aðstoðarskrifstofustjóri á tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. „Fyrsta skrefið í endurskoðun skattlagningar á ökutæki var kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Næstu skref eru bifreiða- og vörugjöld sem bæði eiga að endurspegla losun gróðurhúsalofttegunda. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Bílgreinasambandið leggur til að tíu ára gamla bíla megi afskrifa og eigendur þeirra fái á móti afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bíl. Sambandið vill sömuleiðis að innflutningsgjöld á nýjum bílum verði lækkuð. Markmiðið er að flýta endurnýjun bílaflotans og koma markaðnum á hreyfingu á ný eftir gríðarlegan samdrátt í bílasölu eftir hrun. Sala nýrra bíla dróst saman um 95 prósent á árunum 2007-2009. „Við vitum af hugmyndum Bílgreinasambandsins um afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bifreiðum við afskrift eldri ökutækja. Áhugi bílainnflytjenda er skiljanlegur en bílafloti landsmanna er stór og mikill hluti hans er nýr og lítið notaður. Það er ekkert sérstakt áhugamál að auka innflutninginn í þeim tilgangi að flýta fyrir endurnýjun bílaflotans,“ segir Sigurður. Núna er lagt 30 eða 45 prósent vörugjald á alla bíla sem fluttir eru til landsins og það fer eftir vélarstærð. Sigurður segir að í framtíðinni munu vörugjöldin geta farið allt niður í fimm prósent fyrir neyslugranna bíla sem ganga fyrir dísilolíu. Engin vörugjöld yrðu lögð á rafmagnsbíla eða tvinnbíla. Heilt yfir yrði um að ræða lækkun vörugjalda fyrir alla bíla sem teljast umhverfisvænir. „Hugmynd nýrrar álagningar er skali gjalda sem byrjar í núlli en endar hærra en það 45 prósenta hámarksvörugjald sem innheimt er í dag fyrir þá bíla sem eyða miklu eða teljast óumhverfisvænir samkvæmt skilgreiningu nýrra laga,“ segir Sigurður. „Meiningin er að þegar uppsveifla hefst á ný verði komið á fyrirkomulag sem þýðir að þú getur flutt inn umhverfisvæn ökutæki með lægri vörugjöldum.“ Í dag er verðmyndun ökutækja með þeim hætti að þrjátíu prósent vörugjald leggst á þegar ökutæki er tollafgreitt inn í landið. Önnur álagning er frá söluaðila auk 25,5 prósenta virðisaukaskatts sem leggst við. Bílgreinasambandið hefur jafnframt viðrað hugmyndir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðarkostnaðar. Hefur þar verið bent á átakið Allir vinna. Sigurður segir að átakið Allir vinna hafi haft það að leiðarljósi að efla byggingarstarfsemi sem var sú atvinnugrein sem varð fyrir þyngsta högginu í hruninu. „Þar er atvinnuleysishlutfallið hæst og menn sátu heima með miklum kostnaði fyrir samfélagið, en það er ekki okkar tilfinning að það sé raunin í bílaviðgerðum. Heldur kannski þveröfugt.“ Rök Bílgreinasambandsins um slíka aðgerð til að uppræta svarta atvinnustarfsemi segir Sigurður annað mál. „Það væri heldur að ná utan um það með hertu skatteftirliti.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig verður skattlagningu háttað af nýjum bílum í framtíðinni? „Við erum að ganga frá frumvörpum þar sem verið er að breyta skattlagningu á ökutækjum og eldsneyti sem byggir á losun gróðurhúsalofttegunda. Til þessa hefur verið litið til vélarstærðar við álagningu innflutningsgjalda og þunga ökutækis við álagningu bifreiðagjalda,“ segir Sigurður Guðmundsson, aðstoðarskrifstofustjóri á tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. „Fyrsta skrefið í endurskoðun skattlagningar á ökutæki var kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Næstu skref eru bifreiða- og vörugjöld sem bæði eiga að endurspegla losun gróðurhúsalofttegunda. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Bílgreinasambandið leggur til að tíu ára gamla bíla megi afskrifa og eigendur þeirra fái á móti afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bíl. Sambandið vill sömuleiðis að innflutningsgjöld á nýjum bílum verði lækkuð. Markmiðið er að flýta endurnýjun bílaflotans og koma markaðnum á hreyfingu á ný eftir gríðarlegan samdrátt í bílasölu eftir hrun. Sala nýrra bíla dróst saman um 95 prósent á árunum 2007-2009. „Við vitum af hugmyndum Bílgreinasambandsins um afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bifreiðum við afskrift eldri ökutækja. Áhugi bílainnflytjenda er skiljanlegur en bílafloti landsmanna er stór og mikill hluti hans er nýr og lítið notaður. Það er ekkert sérstakt áhugamál að auka innflutninginn í þeim tilgangi að flýta fyrir endurnýjun bílaflotans,“ segir Sigurður. Núna er lagt 30 eða 45 prósent vörugjald á alla bíla sem fluttir eru til landsins og það fer eftir vélarstærð. Sigurður segir að í framtíðinni munu vörugjöldin geta farið allt niður í fimm prósent fyrir neyslugranna bíla sem ganga fyrir dísilolíu. Engin vörugjöld yrðu lögð á rafmagnsbíla eða tvinnbíla. Heilt yfir yrði um að ræða lækkun vörugjalda fyrir alla bíla sem teljast umhverfisvænir. „Hugmynd nýrrar álagningar er skali gjalda sem byrjar í núlli en endar hærra en það 45 prósenta hámarksvörugjald sem innheimt er í dag fyrir þá bíla sem eyða miklu eða teljast óumhverfisvænir samkvæmt skilgreiningu nýrra laga,“ segir Sigurður. „Meiningin er að þegar uppsveifla hefst á ný verði komið á fyrirkomulag sem þýðir að þú getur flutt inn umhverfisvæn ökutæki með lægri vörugjöldum.“ Í dag er verðmyndun ökutækja með þeim hætti að þrjátíu prósent vörugjald leggst á þegar ökutæki er tollafgreitt inn í landið. Önnur álagning er frá söluaðila auk 25,5 prósenta virðisaukaskatts sem leggst við. Bílgreinasambandið hefur jafnframt viðrað hugmyndir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðarkostnaðar. Hefur þar verið bent á átakið Allir vinna. Sigurður segir að átakið Allir vinna hafi haft það að leiðarljósi að efla byggingarstarfsemi sem var sú atvinnugrein sem varð fyrir þyngsta högginu í hruninu. „Þar er atvinnuleysishlutfallið hæst og menn sátu heima með miklum kostnaði fyrir samfélagið, en það er ekki okkar tilfinning að það sé raunin í bílaviðgerðum. Heldur kannski þveröfugt.“ Rök Bílgreinasambandsins um slíka aðgerð til að uppræta svarta atvinnustarfsemi segir Sigurður annað mál. „Það væri heldur að ná utan um það með hertu skatteftirliti.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira