Innlent

Wikileaks: Björn vildi einkavæða hluta af Gæslunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni með reynslu af einkavæðingu af löggæslunni til hliðsjónar. Mynd/ Anton.
Björn Bjarnason vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni með reynslu af einkavæðingu af löggæslunni til hliðsjónar. Mynd/ Anton.
Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni í byrjun árs 2006. Frá þessu greindi Stefán Eiríksson, þáverandi deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu í samtali við starfsmenn bandaríska sendiráðsins. Það hefði gefist vel að einkavæða hluta af löggæslunni, eins og Neyðarlínuna 112.

Í skýrslu sem Carol van Voors, þáverandi sendiherra, skrifaði eftir fund sendiráðsins með Stefáni kemur fram að Björn var búinn að fá sig fullsaddan af upplýsingaleka úr Landhelgisgæslunni og kvörtunum yfirmanns hennar, Georgs Lárussonar, á opinberum vettvangi.

Það olli því að í ársbyrjun 2006 var orðinn trúnaðarbrestur á milli Björns og Georgs. Þessi trúnaðarbrestur á milli þeirra olli því að þegar að dómsmálaráðuneytið fór í vinnu við að meta sölutilboð vegna kaupa á nýrri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna hafi ráðherra leitað til Leifs Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Icelandair, frekar en að leita til sérfróðra aðila hjá Landhelgisgæslunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.