Innlent

Viðburðarík mótmæli við Seðlabankann - myndir

Það voru um fjögur hundruð manns sem mótmæltu tilmælum Seðlabankans og FME um seðlabankavexti á gengistryggðum lánum. Einn var handtekinn auk þess sem kona kastaði grjóti í áttina að lögreglunni.

Þegar lögreglan tók niður upplýsingar um hana sagði hún grjótkastið skilaboð til stjórnvalda. Steininn hafi hinsvegar átt að rata í Seðlabankann sjálfan en hún hafi ekki náð að kasta nógu langt.

Karlmaður á miðjum aldri var handtekinn eftir að hafa óhlýðnast tilmælum lögreglunnar.

Þá segist Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarkona, hafa slasað sig í átökum við lögregluna. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótmælunum.



Birgitta Jónsdóttir og Sturla Jónsson
Birgitta Jónsdóttir rökræðir við lögregluna
Eftir mótmælin gengu borgarstarfsmenn frá.
Ellen Kristjánsdóttir
Ellen Kristjánsdóttir meiddist í átökunum.
Ellen Kristjánsdóttir skammar lögregluna eftir átökin.
Finnur Sveinbjörnsson hlaut Gyllta strokleðrið
Handtekinn
handtekinn við mótmæli
Hátt í tuttugu lögreglumenn voru á vettvangi þegar mest var.
Iðnaðarmenn létu líka sjá sig
Lögreglan tekur niður upplýsingar um Aðalheiði Gunnlaugsdóttur eftir grjótkast.
Lögreglumenn fara af vettvangi. Þeir voru fegnir að hafa ekki fengið grjót í sig.
Lögreglumenn voru einbeittir á svipinn.
Margrét Tryggvadóttir og Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari fyrir aftan hana.
Menn skreyttu striga til þess að koma skilaboðum áleiðis
Mótmælandi fluttur í burtu
Mótmælandi handtekinn eftir átök við lögregluna
Mótmælandi lamdi Gong
Mótmæli
Mótmælin fóru nokkuð friðsamlega fram
Reiðir mótmælendur
reiður mótmælandi
Sendir smáskilaboð
Sturla Jónsson fylgist með störfum lögreglunnar
Talsvert mikið af rusli var staflað fyrir utan Seðlabankann
Um hundrað manns stóðu vaktina eftir hádegi. Mest var um 500 manns.

Tengdar fréttir

Ellen á spítala eftir átök við lögreglu

Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er á leið á bráðamóttökuna eftir að hafa lent í átökum við lögregluna í mótmælunum fyrir utan Seðlabankann. Hún segir að lögreglan hafi snúið upp á hönd hennar.

Mótmæli í hádeginu: Það stefnir allt í óefni

„Það virðist allt stefna í óefni,“ segir Hörður Torfason, tónlistarmaður, en hann ætlar að sýna samstöðu og mótmæla í fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Seðlabankann vegna tilmæla bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera.

Grjótkastarinn íhugar að keyra inn á Alþingi

„Það er ekki þér að þakka að við fengum ekki grjótið í andlitið,“ hreytti lögreglumaður í Aðalheiði Gunnlaugsdóttur þegar blaðamaður ræddi við hana fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Aðalheiður játaði að hafa kastað grjóti í áttina að lögreglunni en minnstu munaði að það hefði farið í höfuðið á einum lögreglumanninum sem blaðamaður ræddi við.

Mótmæli við Seðlabankann - einn handtekinn

Einn hefur verið handtekinn í mótmælunum við Seðlabankann. Átök brutust út nú fyrir skömmu þar sem lögreglan yfirbugaði einn mótmælandann. Lögreglan er klædd í hlífðarvesti og hefur aukin harka færst í mótmælin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×