Innlent

Þorleifur ítrekar tillögu um að rannsóknarnefnd taki til starfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorleifur Gunnlaugsson ítrekaði ósk sína um rannsóknarnefnd.
Þorleifur Gunnlaugsson ítrekaði ósk sína um rannsóknarnefnd.
Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi VG, lagði til í borgarráði í dag að skipuð yrði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Tillagan var upphaflega lögð fram 6. maí síðastliðinn en síðan þá hefur ekkert gerst í málinu.

Samkvæmt tillögunni er rannsóknarnefnd ætlað að kanna stjórnsýslu borgarinnar auk þess sem hún ætti að kanna hvort einstakir embættismenn, borgarfulltrúar eða frambjóðendur til borgarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við borgina.

Þorleifur vill að skipað verði í nefndina fyrir 12. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×