Innlent

Harmar umræðu um bíl

Anna Skúladóttir hefur skilað lúxusbifreiðinni.
Anna Skúladóttir hefur skilað lúxusbifreiðinni.

Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað lúxusbifreið þeirri sem hún fékk til umráða hjá fyrirtækinu. Í bréfi sem hún sendi starfsmönnum á innri vef fyrirtækisins kemur fram að bíllinn kostaði sjö milljónir króna.

Anna ekur nú um á umtalsvert ódýrari bíl sem hún hafði áður til umráða. Hún segist senda bréfið til starfsmanna vegna síendurtekinnar umfjöllunar DV og vill upplýsa starfsmenn um stöðuna. „Ég harma þá umræðu sem þessi kaup hafa valdið Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir hún í niðurlagi bréfsins.- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×