Innlent

Rannsóknarskýrslan rædd í fræðilegu ljósi

Háskóli Íslands mun bjóða stúdentum sérstakt fjölfræðilegt námskeið í sumar þar sem fjallað verður um hrunið í fræðilegu ljósi. Um er að ræða tvö 6 eininga námskeið á BA stigi, sem haldin eru í samfellu. Hið fyrra verður frá 20. maí til 8. júní og hið síðara frá 10. júní til 29. júní. Nemendur geta tekið hvort sem er 6 eða 12 einingar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HÍ.

Á námskeiðinu verður fjallað um hrunið og hrunskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá sjónarhorni hug- og félagsvísinda í fyrirlestrum og umræðum. Rýnt verður í forsendur hrunsins og afleiðingar, auk túlkana og skýringa mismunandi fræðigreina Háskólans. Greind verður hugmyndafræði og orðræða þjóðfélagsins sem við bjuggum okkur til og fjallað um samfélagslegar og hagstjórnarlegar forsendur hrunsins, stjórnmálakerfið og stjórnsýsluna og lögin, eftirlitsstofnanirnar og ábyrgð ráðherra.

Að námskeiðinu standa Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið Háskólans og koma kennarar þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×