Íslenski boltinn

Orri Freyr: Hlýtur að vera komið að snúningspunktinum okkar í mótinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Orri Freyr.
Orri Freyr. Fréttablaðið
Orri Freyr Hjaltalín segir að hausinn á sér gæti alveg verið betri en hann spilar með beinmar um þessar mundir. Orri meiddist fyrr í sumar en bíður spenntur eftir nágrannaslagnum gegn Keflvíkingum í kvöld.

"Hausinn er þokkalegur en gæti alveg verið betri. Ég finn svolítið fyrir þessu eftir leikina en það er innan marka," segir Orri.

Hann verður í liði Grindavíkur í kvöld sem sækir Keflvíkinga heim.

"Það hefur verið mikill barningur í síðustu leikjum og lítið farið fyrir alvöru fótbolta. Bæði lið þurfa þrjú stig og eitt stig gefur lítið," segir Orri.

Grindvíkingar eru við botn deildarinnar með átta stig líkt og Selfoss en Haukar hafa sjö.

"Við erum ekki að horfa á næstu lið þarna fyrir ofan, bara þessi tvö í kringum okkur. Úrslitin í gær féllu fyrir okkur en nú er komið að okkur," sagði fyrirliðinn en bæði Selfoss og Haukar töpuðu í gær.

"Við höfum ekki verið að spila illa en það hefur ekkert verið að falla fyrir okkur. Það hlýtur að vera komið að snúningspunktinum í mótinu," sagði Orri.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×