Miðbæjarskólinn fær 120 milljónir til aðlögunar 29. júlí 2010 03:30 Meðal þeirra bygginga sem fá fjárframlög frá ríkinu til endurbóta er Miðbæjarskólinn í Reykjavík, hægra megin á myndinni.FRÉTTABLAÐIÐ/gva Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira