Innlent

Birgitta: Landráð hafa verið framin hér á landi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir segir að framin hafi verið landráð hér á landi. Mynd/ Stefán.
Birgitta Jónsdóttir segir að framin hafi verið landráð hér á landi. Mynd/ Stefán.
Framin hafa veirð landráð hérlendis, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á fundi Alþingis í dag. Hún sagði að það yrði að kalla hlutina réttum nöfnum.

Þá gagnrýndi Birgitta það að menn hefðu ekki lært nógu mikið af hruninu. Hún hefði setið fund með fulltrúum fjórflokkanna í gær þar sem ákveðið hafi verið að stjórnmálaflokkarnir myndu áfram þiggja fjárframlög frá fyrirtækjum. Þingmenn Hreyfingarinnar myndu hins vegar ekki taka þátt í að viðhalda gamla kerfinu.

Þá gagnrýndi Birgitta hvernig ákvarðanir á milli stjórnarflokkanna væru enn teknar á óformlegum fundum forystumanna flokkanna. Engar fundargerðir væru skráðar á slíkum fundum. Slíka stjórnsýslu gerði Rannsóknarnefnd Alþingis einmitt miklar athugasemdir við í skýrslu sinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×