Innlent

Ríflega 4300 vilja að forsetinn segi af sér

Mjög hefur fjölgað í hópi þeirra sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér sem forseti Íslands vegna ákvörðunar hans að neita að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir tæpri viku. Skömmu eftir að ákvörðun Ólafs lág fyrir í dag var stofnaður sérstakur hópur á Facebook þar sem skorað er á forsetann að víkja.

Klukkan rúmlega eitt í dag voru meðlimir hópsins tæplega 600 talsins en síðan þá hefur þeim fjölgað ört og nú vilja ríflega 4300 að Ólafur segi af sér sem forseti. Þar á meðal er Samfylkingarþingmaðurinn Jónína Rós Guðmundsdóttir.

Facebook-síðu hópsins er hægt að sjá hér.


Tengdar fréttir

Facebook hópur vill að forsetinn segi af sér

Áður en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá ákvörðun sinni varðandi Icesave lögin var vitað að ákvörðun hans yrði umdeild, hver sem hún yrði. Skömmu eftir að ljóst var að hann myndi ekki staðfesta hin umdeildu lög og þess í stað vísa þeim til þjóðarinnar var stofnaður hópur á Fésbókinni sem vill að forsetinn segi af sér. Meðlimum hópsins fjölgar ört og eru þeir nú orðnir tæplega 600 talsins.

Stjórnarþingmaður krefst afsagnar forsetans á Facebook

Þingmaður Samfylkingarinnar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, hefur bæst í hóp þeirra tæplega 1500 manna sem vilja að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segi af sér embætti. Vísir sagði frá því fyrr í dag að hópur væri kominn á Facebook sem krefðist þess að forsetinn segði af sér eftir að hann synjaði Icesave-lögunum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×