Innlent

Hlaupið í rénun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlaupið er í rénun núna.
Hlaupið er í rénun núna.
Hlaupið úr Eyjafjallajökli er í rénun þessa stundina, bæði Markarfljótsmegin og Svaðbælisármegin. Lögreglan á Hvolsvelli gerir ráð fyrir því að jarðvísindamenn og fulltrúar frá almannavörnum muni fljúga yfir svæðið innan skamms og meta stöðuna.

Lögreglumaður á Hvolsvelli, sem Vísir talaði við, segir ómögulegt að meta skemmdirnar af völdum hlaupsins að svo komnu máli. Það sé hins vegar ljóst að gríðarleg vatnsmagn hafi farið niður.

Lögreglan vaktar svæðið og passar að menn séu ekki á bannsvæðum. Bændum hefur hins vegar verið hleypt á bæi til að sinna skepnum sínum. Lögreglan hefur ekki fengið spurnir af því að skepnur hafi drepist í hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×