AGS telur að það verði ekkert mál fyrir Ísland að borga 600 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2010 18:30 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira