AGS telur að það verði ekkert mál fyrir Ísland að borga 600 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2010 18:30 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira