Innlent

Reyna að fljúga til og frá Skandinavíu

Mynd/Teitur Jónasson
Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu.

Icelandair stefnir að því að fljúga á morgun til og frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló og Helsinki. Fyrstu brottfarir verða klukkan hálf níu í fyrramálið frá Keflavíkurflugvelli.

Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.

Icelandair hefur aflýst flugi á morgun til London, Frankfurt, Parísar og Manchester/Glasgow. Flug til og frá Bandaríkjunum verður samkvæmt áætlun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×