Krefjast þess að öryggi verði tryggt Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2010 11:04 Samninganefnd slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn áður en árangurslaus sáttarfundur hófst í gær. Mynd/ Geirix. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skorar á sveitarfélög landsins að gera réttmæta leiðréttingu á launum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna til þess að neyðarþjónusta við íbúa landsins verði tryggð. Þetta segja þeir í áskorun sem birt var fulltrúum sveitastjórna á höfuðborgarsvæðinu, í Fjarðarbyggð, á Akureyri og á Suðurnesjum í morgun eftir að 16 klukkustunda verkfall hófst. Slökkviliðs- og sjúkrafutningamenn benda á að þeir standi vörð um öryggi og velferð íbúa landsins og þá sem þar fari um og dvelji, enda sé réttmæt krafa íbúa landsins að öryggi þeirra og þjónusta við þá á neyðarstundu sé trygg. Þeir benda á að kröfurnar til þess að geta hafið störf séu að lágmarki sveinspróf í iðngrein eða sambærilegt nám og að auki meirapróf. Eftir ráðningu taki við 1070 klukkustunda nám. Auki þess fari nokkuð margir í 300 klukkustunda nám í leitar- og björgunarköfun, 80 klukkustunda nám í fjallabjörgun eða 9 mánaða nám í bráðatækni. Slökkviliðsmenn segja að það að greiða slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum laun sem séu lægri en þeir fengju, ef þeir störfuðu við sína iðngrein, hljóti að teljast óeðlilegt miðað við þær kröfur sem gerðar séu til þeirra. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla að tendra í grilli á Austurvelli í hádeginu og bjóða gestum og gangandi upp á pylsur og um leið vekja athygli á starfi sínu og starfsumhverfi. Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn hitta Jón Gnarr Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn koma til fundar við Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík, núna klukkan tíu til þess að afhenda honum yfirlýsingu og minna á málstað sinn. 6. ágúst 2010 09:57 Verkfall slökkviliðsmanna hefst klukkan átta Rúmlega átta klukkustunda samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við samninganefnd sveitarfélaganna lauk án árangur hjá ríkissáttasemjara um ellefu leitið í gærkvöldi og hefjast verkfallsaðgerðir þeirra fyrrnefndu klukkan átta og standa til miðnættis. 6. ágúst 2010 07:13 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skorar á sveitarfélög landsins að gera réttmæta leiðréttingu á launum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna til þess að neyðarþjónusta við íbúa landsins verði tryggð. Þetta segja þeir í áskorun sem birt var fulltrúum sveitastjórna á höfuðborgarsvæðinu, í Fjarðarbyggð, á Akureyri og á Suðurnesjum í morgun eftir að 16 klukkustunda verkfall hófst. Slökkviliðs- og sjúkrafutningamenn benda á að þeir standi vörð um öryggi og velferð íbúa landsins og þá sem þar fari um og dvelji, enda sé réttmæt krafa íbúa landsins að öryggi þeirra og þjónusta við þá á neyðarstundu sé trygg. Þeir benda á að kröfurnar til þess að geta hafið störf séu að lágmarki sveinspróf í iðngrein eða sambærilegt nám og að auki meirapróf. Eftir ráðningu taki við 1070 klukkustunda nám. Auki þess fari nokkuð margir í 300 klukkustunda nám í leitar- og björgunarköfun, 80 klukkustunda nám í fjallabjörgun eða 9 mánaða nám í bráðatækni. Slökkviliðsmenn segja að það að greiða slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum laun sem séu lægri en þeir fengju, ef þeir störfuðu við sína iðngrein, hljóti að teljast óeðlilegt miðað við þær kröfur sem gerðar séu til þeirra. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla að tendra í grilli á Austurvelli í hádeginu og bjóða gestum og gangandi upp á pylsur og um leið vekja athygli á starfi sínu og starfsumhverfi.
Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn hitta Jón Gnarr Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn koma til fundar við Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík, núna klukkan tíu til þess að afhenda honum yfirlýsingu og minna á málstað sinn. 6. ágúst 2010 09:57 Verkfall slökkviliðsmanna hefst klukkan átta Rúmlega átta klukkustunda samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við samninganefnd sveitarfélaganna lauk án árangur hjá ríkissáttasemjara um ellefu leitið í gærkvöldi og hefjast verkfallsaðgerðir þeirra fyrrnefndu klukkan átta og standa til miðnættis. 6. ágúst 2010 07:13 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Slökkviliðsmenn hitta Jón Gnarr Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn koma til fundar við Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík, núna klukkan tíu til þess að afhenda honum yfirlýsingu og minna á málstað sinn. 6. ágúst 2010 09:57
Verkfall slökkviliðsmanna hefst klukkan átta Rúmlega átta klukkustunda samningafundi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við samninganefnd sveitarfélaganna lauk án árangur hjá ríkissáttasemjara um ellefu leitið í gærkvöldi og hefjast verkfallsaðgerðir þeirra fyrrnefndu klukkan átta og standa til miðnættis. 6. ágúst 2010 07:13