Innlent

Svarfresturinn rennur út í dag

Mynd/Stefán Karlsson

Frestur til að gera athugasemdir við efnisatriði í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið rennur út í dag. Tólf manns úr stjórnsýslunni var gefinn kostur á að skila slíkum athugasemdum og hefur fresturinn til þess einu sinni verið framlengdur.

Ekki liggur fyrir hvenær skýrslunni verður skilað, en til stóð að gera það fyrir lok febrúar. Síðasti dagur mánaðarins er á sunnudag.

Þegar haft var samband við skrifstofu nefndarinnar í gær fengust þau svör að nefndarmenn væru ekki til viðtals.

- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×