Ný plata frá Aguilera

Söngkonan Christina Aguilera vill ekki vera eftirbátur Britney Spears því hún er líka að undirbúa nýja plötu. Fyrr á þessu ári gaf Aguilera út sína fjórðu hljóðversplötu, Bionic, sem fékk dræmar viðtökur. Innan við milljón eintök seldust, sem er það lélegasta á ferli söngkonunnar. „Núna langar mig að kafa dýpra og meira í átt að Stripped-plötunni sem var mjög persónuleg og innhverf,“ sagði Aguilera. Bionic fór á toppinn í Bretlandi í sumar en hún er eigi að síður minnst selda platan í sögu breska vinsældalistans sem nær toppnum.