Lífið

Goðsagnakennd Mínusmynd sýnd á ný

Grímur Þórðarson, umsjónarmaður Arnarhreiðursins, ásamt Frosta Runólfssyni og Haraldi Sigurjónssyni, leikstjórum heimildarmyndarinnar um Mínus. fréttablaðið/vilhelm
Grímur Þórðarson, umsjónarmaður Arnarhreiðursins, ásamt Frosta Runólfssyni og Haraldi Sigurjónssyni, leikstjórum heimildarmyndarinnar um Mínus. fréttablaðið/vilhelm
Heimildarmynd um harðkjarnasveitina Mínus verður fyrsta mynd stofnkvölds kvikmyndaklúbbsins Arnarhreiðursins, sem hefur aðsetur í Bíó Paradís. Myndin þótti það umdeild á sínum tíma að hún átti aldrei að koma fyrir augu almennings og er því sveipuð eins konar goðsagnakenndum ljóma. Myndin verður sýnd á miðvikudag klukkan 20.30.

Grímur Þórðarson, umsjónarmaður Arnarhreiðursins, segist hafa vitað af myndinni í mörg ár og þótti kjörið að hefja göngu klúbbsins með látum. Leikstjórar myndarinnar eru Frosti Runólfsson og Haraldur Sigurjónsson og fylgdu þeir Mínusmönnum eftir á árunum 2001 til 2005.

„Þetta er án efa ein svæsnasta heimildarmynd um íslenska hljómsveit sem gerð hefur verið. Það var sumt í myndinni sem þurfti að fjúka því það var svo svaðalega bannað börnum, en þrátt fyrir það er myndin enn eins mikið „sex, drugs and rock ‘n‘ roll“ og hugsast getur,“ segir Frosti. Inntur eftir því hvort meðlimir sveitarinnar séu sáttir við sýninguna svarar Frosti því játandi.

„Hefði Grímur spurt okkur fyrir þremur árum hvort hann mætti sýna myndina hefðum við hiklaust sagt nei. Strákarnir hafa þroskast það langt frá þessu núna að þeim er sama þótt hún sé sýnd. Nú geta þeir litið á þetta sem bernskubrek sem hægt er að hafa gaman af.“

Miðasala er þegar hafin á sýninguna og kostar 1.000 krónur og gildir hér orðtakið fyrstir koma fyrstir sjá. Hægt er að nálgast miða í Bíó Paradís og á midi.is.- sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.