Alcoa sagt slegið út af borðinu 7. ágúst 2010 02:30 Standi yfirlýsingar Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um að tekin verði ákvörðun um uppbygginu á Bakka fyrir 1. október, er ljóst að Alcoa hefur verið útilokað frá henni. Katrín lýsti þessu yfir í Kastljósi á fimmtudag. „Ég held að öllum sé ljóst að ef það á að taka ákvörðun 1. október er verið að slá okkur út af borðinu," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi. Þá muni ekki liggja fyrir upplýsingar um hve mikil orka sé á svæðinu, hvað kosti að nýta hana og hvenær hægt sé að afhenda hana. Án þeirra upplýsinga sé ekki hægt að fara í verkefnið. Alcoa hefur unnið að uppbyggingu álvers á Bakka í fimm ár og Tómas segir að fjárfesting fyrirtækisins vegna verkefnisins nemi um tveimur milljörðum króna. Hann segir nefnd um uppbyggingu iðnaðar á svæðinu hafa metið fyrirtækið hæfast um miðjan maí. „Þeir ætluðu að vinna með okkur, en síðan höfum við ekkert heyrt. Þeir sögðust ætla að vera í sambandi." Katrín sagði í Kastljósinu að hún teldi minni líkur en áður að álver Alcoa rísi á Bakka. Tiltók hún sérstaklega að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu ekki haft samband við ráðherra. Hún kvaðst þó hafa fundið fyrir áhuga fyrirtækisins hér innanlands. „En ég hef ekki fundið þennan áhuga frá hinu erlenda móðurfélagi," sagði hún. Tómas segir ummælin á misskilningi byggð. „Verkefnið er alfarið í höndum Alcoa á Íslandi. Við berum ábyrgð á rekstri Fjarðaáls og annarri uppbyggingu á Íslandi." Tómas segir fyrirtækið enn hafa áhuga á verkefninu, þótt vanti upplýsingar sem nauðsynlegar séu til að taka ákvörðun.- kóp Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Standi yfirlýsingar Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um að tekin verði ákvörðun um uppbygginu á Bakka fyrir 1. október, er ljóst að Alcoa hefur verið útilokað frá henni. Katrín lýsti þessu yfir í Kastljósi á fimmtudag. „Ég held að öllum sé ljóst að ef það á að taka ákvörðun 1. október er verið að slá okkur út af borðinu," segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi. Þá muni ekki liggja fyrir upplýsingar um hve mikil orka sé á svæðinu, hvað kosti að nýta hana og hvenær hægt sé að afhenda hana. Án þeirra upplýsinga sé ekki hægt að fara í verkefnið. Alcoa hefur unnið að uppbyggingu álvers á Bakka í fimm ár og Tómas segir að fjárfesting fyrirtækisins vegna verkefnisins nemi um tveimur milljörðum króna. Hann segir nefnd um uppbyggingu iðnaðar á svæðinu hafa metið fyrirtækið hæfast um miðjan maí. „Þeir ætluðu að vinna með okkur, en síðan höfum við ekkert heyrt. Þeir sögðust ætla að vera í sambandi." Katrín sagði í Kastljósinu að hún teldi minni líkur en áður að álver Alcoa rísi á Bakka. Tiltók hún sérstaklega að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu ekki haft samband við ráðherra. Hún kvaðst þó hafa fundið fyrir áhuga fyrirtækisins hér innanlands. „En ég hef ekki fundið þennan áhuga frá hinu erlenda móðurfélagi," sagði hún. Tómas segir ummælin á misskilningi byggð. „Verkefnið er alfarið í höndum Alcoa á Íslandi. Við berum ábyrgð á rekstri Fjarðaáls og annarri uppbyggingu á Íslandi." Tómas segir fyrirtækið enn hafa áhuga á verkefninu, þótt vanti upplýsingar sem nauðsynlegar séu til að taka ákvörðun.- kóp
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira