Innlent

Viðskiptalífið var fótboltaleikur

SB skrifar
Björgólfur, virðing fyrir reglum var lítil.
Björgólfur, virðing fyrir reglum var lítil.

Innri endurskoðandi Landsbankans lýsir í Rannsóknarskýrslunni bardaga bankamanna við Fjármálaeftirlitið sem einskonar fótboltaleik. Spila hafi átt stífan sóknarbolta og tækla án þess að vera dæmdur.

Í áttunda bindi skýrslunnar þar sem fjallað er um siðfræði innan viðskiptageirans er vitnað í skýrslu Kaarlos Jännär um íslensku bankana þar sem kemur fram að bankarnir og viðskiptaheimurinn íslenski hefði hneigst til að fylgja lagabókstafnum fremur en anda laganna.

Þetta styður vitnisburður Sigurjóns Geirssonar, innri endurskoðanda Landsbankans, fyrir nefndinni. Sigurjón segir menn hafa almennt séð litið á reglur sem þyrfti að "challenge-era".

"...eitthvað sem ætti að vinna með þannig að virðing fyrir anda reglnanna og svoleiðis hafi kannski ekki almennt verið til staðar heldur voru menn frekar viljugir til að þróa reglur … þróa túlkun á reglum þannig að menn kæmust … svona eins og í fótbolta, menn reyndu að tækla án þess að vera dæmdir."

Sigurjón segir skilaboðin frá yfirstjórninni hafa verið skýr:

„[B]ankaformaðurinn lýsti því að hann ætlaði að spila stífan

sóknarbolta og ég held að það hafi að einhverju leyti verið „attitude-ið" og dómarinn var þá væntanlega Fjármálaeftirlitið og einhver svona leiðindaendurskoðendur, hvort sem það voru innri eða ytri. Og svo gekk þetta svolítið út á að vinna innan þess. Það „attitude" á sér ekki … er ekki algengt í bankastarfsemi, ekki í svona fyrirtækjum sem varða almannahag."













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×