Lífið

Ungfrú Samúel 2010 valin

MYNDIR/bkort
MYNDIR/bkort

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Móeiður Sif Skúladóttir sigraði samkeppni Samúels 2010 sem fram fór á veitingahúsinu Broadway á föstudagskvöldið.

Í öðru sæti varð Hulda Kristinsdóttir og Jórunn Steinsson landaði þriðja sætinu.

Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta tilkynnti úrslitin, en hún var formaður fimm manna dómnefndar, sem annars var skipuð karlmönnum frá fjórum heimsálfum. Einni ofurfyrirsætu og þremur ljósmyndurum.

Að loknu lokahófinu fór krýningarstóllinn í skottið á bifreið föður Móeiðar, en sjálf ók Móeiður til Suðurnesja á iQ bifreiðinni frá Toyota, sem hún fær tl afnota í eitt ár.

Allar fara stúlkurnar í þremur efstu sætunum í módelmyndatökur erlendis á næsta ári.

Stúlkurnar komu fjórum sinnum fram á lokahófinu undir handleiðslu Haffa Haff, en hann tók auk þess lagið og var kynnir. Þrír söngvarar kynntu jafnframt nýútkomna diska sína, þeir Siggi Lauf, Friðrik Dór og Poetrix. Á milli atriða létu svo stjörnur útvarpsstöðvarinnar Flass til sín taka í búrinu. Kvöldverðurinn sem gestum stóð til boða var heldur óvenjulegur. Boðið var upp á hamborgara með frönskum, sósu og salati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.