Íslenski boltinn

Sjáðu hjólafagn Stjörnumanna á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Stjörnumenn héldu uppteknum hætti í fagnaðartilburðum sínum í gær þegar liðið tapaði reyndar fyrir KR á útivelli, 3-1, í Pepsi-deild karla í gær.

Stjarnan komst yfir með marki Þorvaldar Árnasonar í upphafi leiksins og fögnuðu Stjörnumenn markinu með því að búa til mennskt reiðhjól fyrir Þorvald.

Stjörnumenn slógu í gegn á Youtube þegar meira en fiskifagn þeirra gegn Fylki var skoðað á vefnum meira en tíu milljón sinnum. Það var meira að segja leikið eftir í leik í japönsku úrvalsdeildinni.

Hjólafagnið má sjá hér en það byrjar þegar um mínúta er liðin af myndskeiðinu.

Eins má sjá samantektir úr öllum leikjum fjórtándu umferðar Pepsi-deildarinnar hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×