Aðstæður gjörbreyttar 20. maí 2010 05:00 Katrín Júlíusdóttir „Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira