Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum 31. janúar 2010 12:11 Mynd úr safni. Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25