Innlent

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Enn urðu nokkrir jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli í nótt en þeir mældust allir undir þremur á Richter. Upptökin voru sem fyrr á miklu dýpi þannig að ekki verður vart breytinga til hins verra á því sviði. Hrinan í nótt var mun kraftminni en hrinurnar í fyrrinótt og nóttina þar á undan.

Viðbúnaðar- eða óvissustig Almannavarna er enn í gildi, en viðkomandi eftirlitsaðilar endurmeta stöðuna daglega.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×