Enski boltinn

Emile Heskey hættur með enska landsliðinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Heskey í leik á HM.
Heskey í leik á HM. AFP
Emile Heskey hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með enska landsliðinu. Þetta fer misjafnlega í fjölmiðla sem margir hverjir gera grín að því að Heskey þurfi að tilkynna það.

Hann var þó í HM-hópnum hjá Englandi en Heskey hefur skorað sjö mörk í 62 landsleikjum.

"England í molum eftir að Heskey hættir," segir í einni fyrirsögninni.

Heskey er orðinn 32 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×