Innlent

Vilja styðja endurreisn Íslands

Ólafur Ragnar í opinberri heimsókn í Indlandi.
Ólafur Ragnar í opinberri heimsókn í Indlandi.

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir kínversk stjórnvöld hafa einsett sér að styðja við Ísland á tímum efnahagslegra erfiðleika, meðal annars með auknum innflutningi á íslenskum vörum til Kína sem og víðtækt samstarf í orkumálum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti forseta Íslands, en forseti er staddur í Kína.

Forseti fundaði með Jiabao í gær þar sem ráðherrann ítrekaði vilja Kína til frekara samstarfs og að gjaldeyrisskiptasamningurinn milli seðlabanka landanna, sem undirritaður var í sumar, væri hornsteinn þess samstarfs.

Á fundinum var einnig rætt um aðkomu Íslendinga að jarðhitaverkefnum í Kína. Þá sagði Jiabao að gosið í Eyjafjallajökli hefði vakið mikla athygli og fyrirséð væri að kínverskir ferðamenn myndu sækja Ísland heim í stórauknum mæli á næstunni. - þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×