Innlent

Halldór vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra þegar bankarnir voru seldir. Mynd/ E. Ól.
Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra þegar bankarnir voru seldir. Mynd/ E. Ól.

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar Vísir hafði samband við hann í dag.

„Ég er bara alveg upptekinn. Ég er bara því miður á fundi þannig að ég get ekki talað við þig núna," sagði Halldór. Hann sagðist alls ekki geta talað við blaðamann í dag en útilokaði ekki að hann myndi gera það seinna.

Fyrr í þessari viku sagði Steingrímur Ari Arason, sem átti sæti í einkavæðinganefnd, að ákvörðum um sölu Landsbankans og Búnaðarbankans verið tekin með pólitíska flokkshagsmuni í huga. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi tekið allar ákvarðanir um kaupendur.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×