Stöðugleikinn í uppnámi - brenndir eftir síðasta samstarf Valur Grettisson skrifar 19. september 2010 14:28 „Við erum einfaldlega brenndir eftir síðasta stöðugleikasáttmála," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, en ríkisstjórnin hefur óskað eftir því að endurnýja stöðugleikasáttmálann. Aðildarfélögum innan ASÍ hugnast það illa. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin stóð ekki við síðasta sáttmála sem Guðmundur vill meina að hafi verið svikinn. Því vilji aðildarfélögin betri tryggingar fyrir því að ríkisstjórnin standi sína plikt. Beiðni stjórnvalda kom fyrir allnokkru en leiðtogar og helstu samningamenn aðildarfélaga ASÍ hittust á fimmtudaginn og fóru yfir stöðu mála. Flestir sem tóku til máls voru sammála um að ef það ætti að takast að ná tökum á þeim vanda sem nú er uppi í íslensku samfélagi þyrfti víðtækt samstarf aðila vinnumarkaðs, sveitarfélaga og hins opinbera. En reynsla fundarmanna undanfarinna missera af samstarfi með ríkisstjórninni er slíkt að menn eru efins um að það þjónaði nokkrum tilgangi að stefna á áframhaldandi samtarf. „Þeir brugðust í atvinnuuppbyggingu. Það á enn eftir að klára Icesave. Það er bara pólitísk kyrrstaða," segir Guðmundur sem gagnrýnir ekki eingöngu ríkisstjórnina heldur allt þingið. Guðmundur vill meina að stjórnmálaumræðan sé ekki til þess fallin að hefja uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. „Menn eru bara í stórskotaleik á Alþingi," segir Guðmundur sem er orðinn langþreyttur á pólitískum erjum og kyrrstöðu. Eðlilega í ljósi þess að um 20 prósent félaga Rafiðnaðarsambandsins eru fluttir til útlanda. Það gera þúsund manns. Félagið taldi áður 6000 þúsund. „Þolinmæði manna er algjörlega á þrotum," segir Guðmundur. Aðspurður hvort viðræður við ríkisstjórnina séu á döfinni segir Guðmundu svo ekki vera. Hann bendir hinsvegar á að allir kjarasamningar verði lausir í nóvember. Því munu menn væntanlega setjast niður með samningamönnum í október. Fáist enginn niðurstaða má allt eins búast við því að einstök félög nýti verkfallsheimildir sínar að sögn Guðmundar. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
„Við erum einfaldlega brenndir eftir síðasta stöðugleikasáttmála," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, en ríkisstjórnin hefur óskað eftir því að endurnýja stöðugleikasáttmálann. Aðildarfélögum innan ASÍ hugnast það illa. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin stóð ekki við síðasta sáttmála sem Guðmundur vill meina að hafi verið svikinn. Því vilji aðildarfélögin betri tryggingar fyrir því að ríkisstjórnin standi sína plikt. Beiðni stjórnvalda kom fyrir allnokkru en leiðtogar og helstu samningamenn aðildarfélaga ASÍ hittust á fimmtudaginn og fóru yfir stöðu mála. Flestir sem tóku til máls voru sammála um að ef það ætti að takast að ná tökum á þeim vanda sem nú er uppi í íslensku samfélagi þyrfti víðtækt samstarf aðila vinnumarkaðs, sveitarfélaga og hins opinbera. En reynsla fundarmanna undanfarinna missera af samstarfi með ríkisstjórninni er slíkt að menn eru efins um að það þjónaði nokkrum tilgangi að stefna á áframhaldandi samtarf. „Þeir brugðust í atvinnuuppbyggingu. Það á enn eftir að klára Icesave. Það er bara pólitísk kyrrstaða," segir Guðmundur sem gagnrýnir ekki eingöngu ríkisstjórnina heldur allt þingið. Guðmundur vill meina að stjórnmálaumræðan sé ekki til þess fallin að hefja uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. „Menn eru bara í stórskotaleik á Alþingi," segir Guðmundur sem er orðinn langþreyttur á pólitískum erjum og kyrrstöðu. Eðlilega í ljósi þess að um 20 prósent félaga Rafiðnaðarsambandsins eru fluttir til útlanda. Það gera þúsund manns. Félagið taldi áður 6000 þúsund. „Þolinmæði manna er algjörlega á þrotum," segir Guðmundur. Aðspurður hvort viðræður við ríkisstjórnina séu á döfinni segir Guðmundu svo ekki vera. Hann bendir hinsvegar á að allir kjarasamningar verði lausir í nóvember. Því munu menn væntanlega setjast niður með samningamönnum í október. Fáist enginn niðurstaða má allt eins búast við því að einstök félög nýti verkfallsheimildir sínar að sögn Guðmundar.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira