Íslenski boltinn

Rúnar Kristinsson: Hér viljum við vinna alla leiki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga.
„Ég er virkilega ánægður með þrjú stig á heimavelli, en hér viljum við vinna alla leiki," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, eftir sannfærandi, 3-1 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

„Við héldum áfram eftir að hafa lent undir og náðum ágætis tökum á leiknum strax í fyrri hálfleik.Við héldum boltanum vel innan liðsins og stjórnuðum leiknum á okkur hraða. Eftir að við jöfnum leikinn kemur ákveðin ró yfir liðið og það lá alltaf í loftinu að við myndum komast yfir," sagði Rúnar

„Í hálfleik náðum við að endurskipuleggja okkur og lögðum upp með því að koma til leiks í síðari hálfleik á svipuðum nótum og við enduðum þann fyrri," sagði Rúnar.

„Strákarnir héldu áfram í síðari hálfleik að spila fínan bolta og þá stoppa okkur fáir. Við náum að skora tvö fín mörk í viðbót og klárum þar með leikinn," sagði Rúnar.

KR-ingar hafa skoraði tíu mörk í síðustu þremur leikum liðsins og fengið aðeins á sig eitt svo það er greinilegt batamerki á leik liðsins eftir að Rúnar tók við.

„Ég get ekki verið annað en ánægður með að ná að skora svona mikið í síðustu leikjum, en aðalatriðið er að vinna leikina og það er það sem við leggjum alltaf upp með að gera," sagði Rúnar.KR-ingar mæta Keflvíkingum næst suður með sjó og leggst það verkefni vel í Rúnar.

„Við vörum í alla leiki til að vinna þá og við erum ekkert að fara til Keflavíkur til að spila upp á eitthvað jafntefli, en maður verður bara að sjá hvernig sá leikur mun þróast,"sagði Rúnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×