Enski boltinn

Vinna ef Heiðar Helguson skorar eða leggur upp mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson fagnar einu marka sinna í vetur.
Heiðar Helguson fagnar einu marka sinna í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty

Queens Park Rangers, lið Heiðars Helgusonar, verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport í hádeginu þegar liðið heimsækir Coventry í ensku b-deildinni. Coventry verður án Aron Einars Gunnarsson sem tekur út leikbann í dag.

Heiðar Helguson skoraði og lagði upp mark í 4-0 sigri Queens Park Rangers á Swansea City um síðustu helgi og hefur all skorað sex mörk og átt sex stoðsendingar í 16 deildarleikjum á þessu tímabili.

Queens Park Rangers hefur leikið fimm útileiki í röð án taps og ekki skorað í tveimur síðustu. Heiðar var ekki í byrjunarliðinu í þessum leijum og munar um minna.



Heiðar Helguson.Mynd/Nordic Photos/Getty
Queens Park Rangers hefur nefnilega unnið alla átta deildarleiki sína á leiktíðinni þar sem Heiðar hefur annað hvort skorað eða lagt upp mark fyrir félaga sína.

Queens Park Rangers er í efsta sæti ensku b-deildarinnar og hefur fjögurra stiga forskot á Cardiff. Coventry er í 6. sætinu og hefur fengið tíu stigum færra en QPR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×