Íslenski boltinn

Ólafur Örn kominn með leikheimild hjá Grindavík - Gæti spilað í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafurn Örn.
Ólafurn Örn.

Ólafur Örn Bjarnason er kominn með leikheimild og gæti spilað sinn fyrsta leik með Grindavík í kvöld gegn Keflavík. Ólafur lendir í Keflavík klukkan 11 og er nú alfarinn kominn heim til Íslands frá Noregi.

Ólafur er á leiðinni heim úr atvinnumennsku en hann spilaði ekkert með Brann í Noregi í gær. Liðið vann Sandefjord 4-1 en Ólafur sat á bekknum allan tímann.

Ef hann er ekki flugþreyttur ætti hann að geta spilað leikinn. Það yrði fyrsti leikur Ólafs með Grindavík síðan 2003.

Grindvíkingar eru í þriðja neðsta sætinu í þriggja hesta kapphlaupi um laust sæti í Pepsi-deildinni að ári. Selfoss og Haukar eru hin liðin.

Leikur Keflavíkur og Grindavíkur hefst klukkan 20 í kvöld. Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti í samtali við Vísi að Ólafur yrði í leikmannahópnum í kvöld en taldi ólíklegt að hann byrjaði leikinn.

Ólafur bjóst við að spila í gær en hefur verið tæpur í baki undanfarið og því er líklegra að hann byrji á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×