Íslenski boltinn

Bjarni Þórður: Þeir héldu boltanum bara aðeins of vel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Þórður Halldórsson
Bjarni Þórður Halldórsson
„Ég er frekar svekktur eftir þennan leik. Við náum að komast yfir en eftir að þeir ná að jafna leikinn já riðlast skipulagið mikið hjá okkur," sagði Bjarni Þórður Halldórsson,markvörður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. KR-ingar vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

„Mér fannst eins og við bjuggumst ekki við því að komast yfir svona snemma leiks og það kom smá titringur í liðið eftir það. Eftir jöfnunarmarkið fengum við alveg nokkur færi til að komast yfir en við bara nýttum þau ekki og það kostar,"sagði Bjarni.

„Ég verð eiginlega að viðurkenna það að KR-ingar voru bara betra liðið hér í kvöld og stjórnuðu í raun leiknum. Það var planið að leyfa þeim að dúlla sé með boltann og sprengja síðan á þá með skyndisóknum, en þeir héldu boltanum bara aðeins of vel og við komust lítið í takt við leikinn,"sagði Bjarni.

Bjarni Þórður var yfirburðarmaður í Stjörnuliðinu í kvöld og varði oft virkilega vel í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk.

„Ég hef öðlast nýtt líf eftir að hafa verið mikið meiddur á undirbúningstímabilinu og er allur að komast í mitt besta form,"sagði Bjarni.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Selfyssingum og Bjarni á harm að hefna síðan í síðasta leik.

„Það leggst bara vel í mig að mætta þeim. Við gerðum jafntefli síðast við þá 2-2 og ég fékk rautt svo við eigum harm að hefna og munum mæta dýrvitlausir," sagði Bjarni að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×