Innlent

Styttist í að örlög Polanskis ráðist

Roman Polanski.
Roman Polanski.

Yfirvöld í Sviss ætla á næstu dögum að ákveða hvort pólski leikstjórinn Roman Polanski verði framseldur til Bandaríkjanna en þar er hann eftirlýstur fyrir að hafa nauðgað ungri stúlku á áttunda áratug síðustu aldar.

Leikstjórinn flúði frá Bandaríkjunum árið 1978 rétt áður en dómur féll í máli hans. Hann var síðan handtekinn í Sviss í september síðastliðinn þegar hann kom þangað til þess að taka við verðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Zurich. Síðan þá hefur hann setið í stofufangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×