Lífið

MI4 fær nafn

Mission: Impossible: Ghost Protocol verður ein af jólamyndum næsta árs en þetta er fjórða myndin um njósnarann Ethan Hunt sem Tom Cruise leikur. Jeremy Renner, Ving Rhames og Michael Nyqvist eru einnig í leikhópnum.
Mission: Impossible: Ghost Protocol verður ein af jólamyndum næsta árs en þetta er fjórða myndin um njósnarann Ethan Hunt sem Tom Cruise leikur. Jeremy Renner, Ving Rhames og Michael Nyqvist eru einnig í leikhópnum.
Ein af jólamyndum næsta árs heitir Mission: Impossible: Ghost Protocol. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, hélt í Dubai ásamt Paulu Patton og Jeremy Renner og framleiðendunum Jeremy Chernov og Bryan Burk. Kvikmyndin verður að mestu leyti tekin upp í Dubai en ekkert hefur verið gefið upp um hvað myndin fjallar um, nema að fjöldi evrópskra glæpamanna mun koma við sögu.

Cruise ákvað að halda blaðamannafund í tilefni af nafngiftinni því honum er það ákaflega mikilvægt að myndirnar í Mission: Impossible-flokknum séu ekki alvöru framhaldsmyndir. „Ég hef aldrei viljað hafa númer fyrir aftan nafn myndanna. Ég hef aldrei gert framhaldsmyndir og ég vil ekki að fólk hugsi um þessar myndir sem framhaldsmyndir. Það kom því aldrei til greina að kalla þær MI2, MI3 eða MI4 af því mér fannst alltaf að myndirnar þyrftu að hafa sinn eigin titil,“ sagði Cruise á blaðamannafundinum.

Bryan Burk, einn af framleiðendum myndarinnar, var jafnframt spurður að því af hverju Dubai hefði orðið fyrir valinu. „Ég og JJ Abrams, framleiðandi myndarinnar, vorum á ferðalagi um heiminn að leita að tökustöðum. Og við stoppuðum í Dubai eina kvöldstund. JJ sagði við mig að við yrðum að gera kvikmynd hérna. Svo kom Cruise og kynnti sína hugmynd fyrir okkur og þannig fóru hjólin að snúast.“- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.