Cliff Clavin gefur út plötu eftir mánaða tæknivesen 4. nóvember 2010 06:30 Arnar Rósenkranz Hilmarsson, Þórólfur Ólafsson, Bjarni Þór Jensson og Fannar Þórsson stofnuðu Cliff Clavin fyrir fjórum árum, en hafa nú loksins gefið út plötu. fréttablaðið/valli Cliff Clavin er ein af mest spennandi rokkhljómsveitum landsins. Hljómsveitin hefur sent frá sér plötuna The Thief‘s Manual, en ýmislegt tæknivesen tafði útgáfu plötunnar. „Þetta var eiginlega algjört rugl – keðjuverkun sem endaði með að taka allt of langan tíma,“ segir Bjarni Þór Jensson, söngvari hljómsveitarinnar Cliff Clavin. Bjarni og félagar í Cliff Clavin hafa sent frá sér plötuna The Thief‘s Manual. Platan átti að koma út fyrir nokkrum mánuðum, en tæknilegir örðuleikar töfðu útgáfuna svo um munar. „Það var í rauninni ferlið eftir upptökurnar sem seinkaði plötunni,“ segir Bjarni. „Hún var mixuð á tveimur stöðum, fyrir vestan þar sem hún var tekin upp og í London. Það var alltaf eitthvað tæknivesen sem tafði.“ Cliff Clavin var stofnuð í Garðabæ fyrir fjórum árum. Hljómsveitin sendi frá sér lagið Such Mistakes árið 2007, sem vakti talsverða athygli. Næstu tvö lög, Midnight Getaways og This is Where We Kill More Time klifu hátt á vinsældarlista Xins 977 og festu hljómsveitina í sessi sem eina af mest spennandi hljómsveitum landsins. The Thief‘s Manual var að mestu tekin upp í hljóðverinu Tankinum á Flateyri. Jolyon Vaughan Thomas hljóðblandaði plötuna, en hann er sonur Kens Thomas, sem hefur unnið með fjölmörgum íslenskum hljómsveitum. „Hann er rosalega klár og hjálpaði okkur mikið í þessu tækniveseni,“ segir Bjarni. En verður næsta plata ekki bara tekin upp á segulband, til að forðast stafræna vesenið? „Ætli það ekki. Ég held að það sé eina lausnin,“ segir Bjarni í léttum dúr. Cliff Clavin heldur útgáfutónleika í kvöld á Sódómu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og það kostar þúsund krónur inn. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Cliff Clavin er ein af mest spennandi rokkhljómsveitum landsins. Hljómsveitin hefur sent frá sér plötuna The Thief‘s Manual, en ýmislegt tæknivesen tafði útgáfu plötunnar. „Þetta var eiginlega algjört rugl – keðjuverkun sem endaði með að taka allt of langan tíma,“ segir Bjarni Þór Jensson, söngvari hljómsveitarinnar Cliff Clavin. Bjarni og félagar í Cliff Clavin hafa sent frá sér plötuna The Thief‘s Manual. Platan átti að koma út fyrir nokkrum mánuðum, en tæknilegir örðuleikar töfðu útgáfuna svo um munar. „Það var í rauninni ferlið eftir upptökurnar sem seinkaði plötunni,“ segir Bjarni. „Hún var mixuð á tveimur stöðum, fyrir vestan þar sem hún var tekin upp og í London. Það var alltaf eitthvað tæknivesen sem tafði.“ Cliff Clavin var stofnuð í Garðabæ fyrir fjórum árum. Hljómsveitin sendi frá sér lagið Such Mistakes árið 2007, sem vakti talsverða athygli. Næstu tvö lög, Midnight Getaways og This is Where We Kill More Time klifu hátt á vinsældarlista Xins 977 og festu hljómsveitina í sessi sem eina af mest spennandi hljómsveitum landsins. The Thief‘s Manual var að mestu tekin upp í hljóðverinu Tankinum á Flateyri. Jolyon Vaughan Thomas hljóðblandaði plötuna, en hann er sonur Kens Thomas, sem hefur unnið með fjölmörgum íslenskum hljómsveitum. „Hann er rosalega klár og hjálpaði okkur mikið í þessu tækniveseni,“ segir Bjarni. En verður næsta plata ekki bara tekin upp á segulband, til að forðast stafræna vesenið? „Ætli það ekki. Ég held að það sé eina lausnin,“ segir Bjarni í léttum dúr. Cliff Clavin heldur útgáfutónleika í kvöld á Sódómu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og það kostar þúsund krónur inn. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira