Ráðherra telur kaup Magma vera ólögleg 21. júlí 2010 04:00 Fjármálaráðherra segir að lög muni taka breytingum á næstu misserum. fréttablaðið/arnþór Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur að kaup Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS orku stangist á við lög. „Ég tel að það orki mjög tvímælis að fjárfesting í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð sé í samræmi við lög," segir Steingrímur. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki í samræmi við anda laganna og er þá frekar sammála minnihluta nefndarinnar. En svona er staðan. Meirihluti nefndarinnar tók þessa afstöðu og við sitjum uppi með það í bili." Steingrímur segir flokk sinn hafa þá stefnu að stór og mikilvæg orkufyrirtæki séu betur komin í eigu Íslendinga og vill nýta alla möguleika til þess að vinda ofan af málinu. „Það leikur enginn vafi á því að lög eiga eftir að taka breytingum á þessu sviði á næstu misserum," segir hann. „Það þarf að þrengja lagarammann til muna varðandi ráðstöfun auðlinda, hámarkstíma samninga tengda þeim og skorður á eignarhaldinu." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að miðað við það mat sem hún hefur séð sýnist henni að engin lög hafi verið brotin í kaupunum, en þau megi alltaf endurskoða. „Við verðum að horfa til þess að eignarhluti er ekki að koma úr eigu hins opinbera í einkaeigu," segir hún. „Þetta er tugmilljarða skuldbinding sem er um að ræða og við erum að vinna að því að tryggja forkaupsrétt ríkisins á þessum hlut. Þegar betur árar getum við farið inn í þessi kaup ef Magma ákveður að selja." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy Iceland ehf., segir að reiðubúið sé að ræða þann forkaupsrétt. „Þetta á auðvitað ekki við ef lög verða sett á samninginn. Ef ríkið ætlar að ræða við okkur um þessi mál þá er ekki líklegt að samningnum verði rift," segir Ásgeir. Katrín telur leigutíma samnings Magma við Reykjanesbæ - 65 ár með möguleika á framlengingu um önnur 65 - á jarðhitaréttindum vera of langan og vert sé að endurskoða hann. Ásgeir segir samningana hafa verið gerða við HS orku árið 2009, fyrir tíma Magma, og fyrirtækið hafi nú lýst því yfir að möguleiki sé að endurskoða samningstímann. „Aðalatriðið er að fyrirkomulagið stuðli að skynsamlegri nýtingu. Mjög stuttur tími getur unnið gegn því og einnig leitt til hærra orkuverðs," segir Ásgeir. „En við erum mjög reiðubúnir til að ræða þessi mál við ríkið og sveitarfélögin." - sv Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur að kaup Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS orku stangist á við lög. „Ég tel að það orki mjög tvímælis að fjárfesting í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð sé í samræmi við lög," segir Steingrímur. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki í samræmi við anda laganna og er þá frekar sammála minnihluta nefndarinnar. En svona er staðan. Meirihluti nefndarinnar tók þessa afstöðu og við sitjum uppi með það í bili." Steingrímur segir flokk sinn hafa þá stefnu að stór og mikilvæg orkufyrirtæki séu betur komin í eigu Íslendinga og vill nýta alla möguleika til þess að vinda ofan af málinu. „Það leikur enginn vafi á því að lög eiga eftir að taka breytingum á þessu sviði á næstu misserum," segir hann. „Það þarf að þrengja lagarammann til muna varðandi ráðstöfun auðlinda, hámarkstíma samninga tengda þeim og skorður á eignarhaldinu." Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að miðað við það mat sem hún hefur séð sýnist henni að engin lög hafi verið brotin í kaupunum, en þau megi alltaf endurskoða. „Við verðum að horfa til þess að eignarhluti er ekki að koma úr eigu hins opinbera í einkaeigu," segir hún. „Þetta er tugmilljarða skuldbinding sem er um að ræða og við erum að vinna að því að tryggja forkaupsrétt ríkisins á þessum hlut. Þegar betur árar getum við farið inn í þessi kaup ef Magma ákveður að selja." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy Iceland ehf., segir að reiðubúið sé að ræða þann forkaupsrétt. „Þetta á auðvitað ekki við ef lög verða sett á samninginn. Ef ríkið ætlar að ræða við okkur um þessi mál þá er ekki líklegt að samningnum verði rift," segir Ásgeir. Katrín telur leigutíma samnings Magma við Reykjanesbæ - 65 ár með möguleika á framlengingu um önnur 65 - á jarðhitaréttindum vera of langan og vert sé að endurskoða hann. Ásgeir segir samningana hafa verið gerða við HS orku árið 2009, fyrir tíma Magma, og fyrirtækið hafi nú lýst því yfir að möguleiki sé að endurskoða samningstímann. „Aðalatriðið er að fyrirkomulagið stuðli að skynsamlegri nýtingu. Mjög stuttur tími getur unnið gegn því og einnig leitt til hærra orkuverðs," segir Ásgeir. „En við erum mjög reiðubúnir til að ræða þessi mál við ríkið og sveitarfélögin." - sv
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira