Íslenski boltinn

Gunnar verður lánaður í FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Kristjánsson í leik með KR.
Gunnar Kristjánsson í leik með KR. Mynd/Daníel

Allt útlit er fyrir að Gunnar Kristjánsson verði lánaður frá KR til FH til loka núverandi leiktíðar.

Fram kom á FH-ingar.net í dag að munnlegt samkomulag væri í höfn þess efnis og aðeins ætti eftir að ganga frá pappírsvinnunni.

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti svo í samtali við Vísi að þetta stæði til.

Samningur Gunnars við KR rennur út í lok leiktíðar og verður hann því samningslaus þegar lánssamningurinn við FH rennur út.

Gunnar hefur komið við sögu í sex deildarleikjum með KR til þessa í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×