Skulda 150.000.000.000 krónur í bílalán 1. apríl 2010 08:00 Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breytingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar. Fjögur fyrirtæki hafa veitt bílalán í erlendri mynt.SP er dótturfyrirtæki Landsbankans (NBI).Hjá Íslandsbanka eru bílalán hluti af almennri starfsemi bankans.Avant er eign skilanefndar Glitnis.Lýsing er í eigu Exista. Eignir þess hafa verið veðsettar Deutsche Bank. Félagsmálaráðherra hefur undanfarnar vikur þrýst á þessi fyrirtæki að afskrifa hluta af bílalánum almennings, sem eru í mörgum tilvikum mun hærri en endursöluverð bílsins sem settur var að veði til tryggingar láninu. Upphaflega var rætt um að færa lánin niður þannig að það sem væri umfram 110% af markaðsverði félli niður. Gagnrýnt var að sú aðferð mundi fyrst og fremst nýtast eigendum dýrra bíla. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra frá því, að hann vonaðist til að ná samningum við fyrirtækin um að færa bílalán yfir í krónur. Lánin yrðu verðtryggð en bæru síðan 15 prósent álag. Álagið dregur úr tjóni fyrirtækjanna og mætir vaxtamun en algengt er að bílalán í erlendri mynt hafi borið 2-3 prósent vexti en vextir lána í íslenskum krónum eru mun hærri, eins og kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er miðað við 7,95 prósent vexti verðtryggðra bílalána eftir yfirfærslu í krónur. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breytingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar. Fjögur fyrirtæki hafa veitt bílalán í erlendri mynt.SP er dótturfyrirtæki Landsbankans (NBI).Hjá Íslandsbanka eru bílalán hluti af almennri starfsemi bankans.Avant er eign skilanefndar Glitnis.Lýsing er í eigu Exista. Eignir þess hafa verið veðsettar Deutsche Bank. Félagsmálaráðherra hefur undanfarnar vikur þrýst á þessi fyrirtæki að afskrifa hluta af bílalánum almennings, sem eru í mörgum tilvikum mun hærri en endursöluverð bílsins sem settur var að veði til tryggingar láninu. Upphaflega var rætt um að færa lánin niður þannig að það sem væri umfram 110% af markaðsverði félli niður. Gagnrýnt var að sú aðferð mundi fyrst og fremst nýtast eigendum dýrra bíla. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra frá því, að hann vonaðist til að ná samningum við fyrirtækin um að færa bílalán yfir í krónur. Lánin yrðu verðtryggð en bæru síðan 15 prósent álag. Álagið dregur úr tjóni fyrirtækjanna og mætir vaxtamun en algengt er að bílalán í erlendri mynt hafi borið 2-3 prósent vexti en vextir lána í íslenskum krónum eru mun hærri, eins og kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er miðað við 7,95 prósent vexti verðtryggðra bílalána eftir yfirfærslu í krónur.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira