Skulda 150.000.000.000 krónur í bílalán 1. apríl 2010 08:00 Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breytingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar. Fjögur fyrirtæki hafa veitt bílalán í erlendri mynt.SP er dótturfyrirtæki Landsbankans (NBI).Hjá Íslandsbanka eru bílalán hluti af almennri starfsemi bankans.Avant er eign skilanefndar Glitnis.Lýsing er í eigu Exista. Eignir þess hafa verið veðsettar Deutsche Bank. Félagsmálaráðherra hefur undanfarnar vikur þrýst á þessi fyrirtæki að afskrifa hluta af bílalánum almennings, sem eru í mörgum tilvikum mun hærri en endursöluverð bílsins sem settur var að veði til tryggingar láninu. Upphaflega var rætt um að færa lánin niður þannig að það sem væri umfram 110% af markaðsverði félli niður. Gagnrýnt var að sú aðferð mundi fyrst og fremst nýtast eigendum dýrra bíla. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra frá því, að hann vonaðist til að ná samningum við fyrirtækin um að færa bílalán yfir í krónur. Lánin yrðu verðtryggð en bæru síðan 15 prósent álag. Álagið dregur úr tjóni fyrirtækjanna og mætir vaxtamun en algengt er að bílalán í erlendri mynt hafi borið 2-3 prósent vexti en vextir lána í íslenskum krónum eru mun hærri, eins og kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er miðað við 7,95 prósent vexti verðtryggðra bílalána eftir yfirfærslu í krónur. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breytingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar. Fjögur fyrirtæki hafa veitt bílalán í erlendri mynt.SP er dótturfyrirtæki Landsbankans (NBI).Hjá Íslandsbanka eru bílalán hluti af almennri starfsemi bankans.Avant er eign skilanefndar Glitnis.Lýsing er í eigu Exista. Eignir þess hafa verið veðsettar Deutsche Bank. Félagsmálaráðherra hefur undanfarnar vikur þrýst á þessi fyrirtæki að afskrifa hluta af bílalánum almennings, sem eru í mörgum tilvikum mun hærri en endursöluverð bílsins sem settur var að veði til tryggingar láninu. Upphaflega var rætt um að færa lánin niður þannig að það sem væri umfram 110% af markaðsverði félli niður. Gagnrýnt var að sú aðferð mundi fyrst og fremst nýtast eigendum dýrra bíla. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra frá því, að hann vonaðist til að ná samningum við fyrirtækin um að færa bílalán yfir í krónur. Lánin yrðu verðtryggð en bæru síðan 15 prósent álag. Álagið dregur úr tjóni fyrirtækjanna og mætir vaxtamun en algengt er að bílalán í erlendri mynt hafi borið 2-3 prósent vexti en vextir lána í íslenskum krónum eru mun hærri, eins og kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er miðað við 7,95 prósent vexti verðtryggðra bílalána eftir yfirfærslu í krónur.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira