Vill nýjan dómara í máli níumenninga 18. ágúst 2010 06:00 Fyrir utan héraðsdóm Á meðan málið fór fram í dómsal börðu þeir sem ekki fengu inngöngu um tíma á hurðir og glugga.Fréttablaðið/GVA Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari frestaði í gær fyrirtöku í máli níumenninganna svokölluðu eftir að Ragnar Aðalsteinsson lagði fram kröfu um að hann víki sæti sökum vanhæfis og að málinu verði vísað frá. Níumenningarnir voru kærðir fyrir árás á Alþingi og líkamstjón í búsáhaldabyltingunni í desember fyrir tveimur árum. Ragnar Aðalsteinsson er verjandi fjögurra af sakborningunum níu. Við fyrirtökuna lagði hann fram ný viðbótargögn í málinu, svo sem afrit af tölvuskeytum frá því á mánudagskvöld, sem hann taldi sýna fram á að héraðsdómari og dómstjóri hafi unnið í sameiningu að því að kalla til lögreglu þegar málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi. Skeytin voru frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins. Til viðbótar sagði Ragnar dómara hafa sett málið gegn níumenningunum á svið með þeim hætti að þeir beri ekki traust til dómsins. „Dómari stimplaði sök á sakborninga mína," sagði Ragnar er hann gagnrýndi hlutdrægni dómara í málinu. Sakborningar sýndu dómnum litla virðingu, voru með háðsglósur í garð dómara og saksóknara í málinu og frammíköll. Á meðan málið fór fram börðu þeir sem ekki fengu inngöngu í dómsal um tíma á hurðir og glugga. Ragnari varð tíðrætt um veru lögreglunnar við Héraðsdóm Reykjavíkur, jafnt í gærmorgun og þegar málið hefur áður verið tekið fyrir. Hann taldi tíu lögreglumenn við héraðsdóm í gær. Nokkrir lögreglumenn voru í anddyri héraðsdóms áður en málið var tekið fyrir og höfðu þeir umsjón með að halda aftur af hópi fólks, sem safnast hafði saman fyrir framan dómhúsið, og sjá til þess ásamt starfsmanni héraðsdóms að þeir einir kæmust inn í húsið sem dómsalurinn gæti rúmað. Skömmu áður en málið var á dagskrá brutust út ólæti og háreysti í læstu anddyrinu þegar nokkrum sakborninga var meinaður inngangur í húsið. Nokkrar stympingar urðu þegar lögregla rýmdi anddyri dómhússins eftir að málinu var frestað. Sjónarvottar segja að nokkrir sakborninga og fólk sem tengist þeim hafi neitað að verða við óskum lögreglu um útgöngu og var þeim ýtt út. Ragnari var fagnað með lófataki þegar hann yfirgaf dómhúsið en hreytt var ónotum í lögreglumenn. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira