Innlent

Opinn fundur um kynjagreiningu á rannsóknarskýrslunni

Askja
Askja Mynd: Vilhelm Gunnarsson
Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til opins fyrirlestar í dag um kynjagreiningu á Rannsóknarskýrslu Alþingis. Heiti fundarins er „Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni!"

Í fyrirlestrinum er greint frá niðurstöðum kynjafræðilegrar greiningar á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem gerð var að beiðni þingmannanefndar sem fjallaði um skýrsluna. Rætt er um hvernig samfélagslegar og menningarbundnar hugmyndir og orðræða um kyn, karlmennsku og kvenleika, léku stórt hlutverk í þeirri atburðarás sem leiddi til hrunsins.

Fyrirlesarar eru Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og deildarforseti stjórnmálafræðideildar HÍ og Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir, aðjúnkt í kynjafræði. Þær unnu saman að kynjagreiningu skýrslunnar.

Fundurinn verður í Öskju, stofu 132, klukkan 12.25 til 13.15.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×