Innlent

Alþingi má ekki vera verkfæri framkvæmdavaldsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umræður um skýrslu þingmannanefndarinnar hófust í morgun.
Umræður um skýrslu þingmannanefndarinnar hófust í morgun.
Meginniðurstöður þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis er að það þarf að auka sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu og gera stjórnsýsluna faglegri. Alþingi má ekki vera verkfæri í höndum framkvæmdavaldsins. Þetta segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar. Umræða um skýrslu nefndarinnar hófst klukkan hálfellefu í morgun.

Atli segir meðal annars í ræðu sinni að mikilvægt væri að endurreisa virðingu Alþingis. Hann sagði að öllum þeim sem hefðu komið að vinnu nefndarinnar hefði reynst það erfitt að takast á við það verkefni sem laut að ráðherraábyrgð. Ekki síst hefði það verið erfitt fyrir þá nefndarmenn sem þurftu að fjalla um ábyrgð flokkssystkina sinna sem þeir hefðu unnið með í áraraðir eða jafnvel áratugaraðir.

Atli sagði að aðalverkefni nefndarinnar hefði verið vinna við skýrslu nefndarinnar, sem lýtur að því hvernig hægt er að bæta vinnubrögð í stjórnsýslunni. Ákvörðun um ákærur vegna ráðherraábyrgðar hefði verið aukaafurð.




Tengdar fréttir

Atli vildi ekki rjúfa samstöðu

Atli Gíslason tók ekki afstöðu til þess hvort fara ætti fram rannsókn á einkavæðingu bankanna vegna þess að hann vildi ekki rjúfa samstöðu innan nefndarinnar. Það vakti athygli þegar skýrsla þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis að ekki náðst samstaða um það í nefndinni að slik rannsókn færi fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×