Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól 11. desember 2010 03:15 Jóhanna Sigurðardóttir „Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh Icesave Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að allir flokkar geti staðið að því saman. „Ég vona að það skýrist fljótlega í næstu viku hvernig framhaldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síðasta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síðasti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samninginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans, hagstæðari gengismun, sterkari gjaldeyrisforða og lægri fjármagnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samningum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh
Icesave Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira