Íhugar að játa til að spara skattfé 20. janúar 2010 21:46 Frá handtökunum á Alþingi. Athugið að Kolbeinn er ekki á myndinni. Mynd/ Arnþór Birkisson Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. „Ég var upptekinn í vinnunni þegar ég var truflaður af símtölum. Þá var mér sagt frá þessu. Svo fór ég á netið og sá þetta fyrst," segir Kolbeinn sem hefur ekki séð þau ákæruatriði sem lúta að honum. Kolbeinn var í mastersnámi í líftækni í Háskóla Íslands þegar hann ákvað í desember 2008 að fara niður á Alþingi að mótmæla. Hann var síðan handtekinn fyrir að óhlýðnast lögreglunni. Nú hefur hann verið ákærður fyrir að ráðast á Alþingi. „Þetta er bara spennandi," svaraði Kolbeinn spurður hvað honum fyndist um það að vera ákærður vegna mótmæla sinna. Spurður hvort hann muni lýsa sig sekan í málinu svarar hann: „Það kemur vel til greina. Það er skárra en að eyða tíma dómstólanna og skattfé í þessa vitleysu." Kolbeini þykir tíma dómstólanna betur varið í að sækja þá til saka sem komu að hruninu með beinum hætti. Kolbeinn og félagar hafa verið ákærðir fyrir 100 grein hegningarlaganna. Þeir eru semsagt ákærðir fyrir árás gegn Alþingi. Sú lagagrein hefur ekki verið notuð síðan árið 1949, þegar óeirðirnar brutust út á Austurvelli eftir að Ísland gekk í Nató. Kolbeinn mótmælir því að um árás á Alþingi hafi verið að ræða, hvað þá að öryggi þingsins hafi verið ógnað. Hann segir að mótmælendur séu í mesta lagi sekir um að trufla störf Alþingis frá áheyrandapöllunum. Kolbeinn segir að lokum að ákæran hafi komið honum verulega á óvart: „Við mótmæltum til þess að knýja fram breytingar. Þegar ætlunarverkið tókst, þá er maður ákærður fyrir það." Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. „Ég var upptekinn í vinnunni þegar ég var truflaður af símtölum. Þá var mér sagt frá þessu. Svo fór ég á netið og sá þetta fyrst," segir Kolbeinn sem hefur ekki séð þau ákæruatriði sem lúta að honum. Kolbeinn var í mastersnámi í líftækni í Háskóla Íslands þegar hann ákvað í desember 2008 að fara niður á Alþingi að mótmæla. Hann var síðan handtekinn fyrir að óhlýðnast lögreglunni. Nú hefur hann verið ákærður fyrir að ráðast á Alþingi. „Þetta er bara spennandi," svaraði Kolbeinn spurður hvað honum fyndist um það að vera ákærður vegna mótmæla sinna. Spurður hvort hann muni lýsa sig sekan í málinu svarar hann: „Það kemur vel til greina. Það er skárra en að eyða tíma dómstólanna og skattfé í þessa vitleysu." Kolbeini þykir tíma dómstólanna betur varið í að sækja þá til saka sem komu að hruninu með beinum hætti. Kolbeinn og félagar hafa verið ákærðir fyrir 100 grein hegningarlaganna. Þeir eru semsagt ákærðir fyrir árás gegn Alþingi. Sú lagagrein hefur ekki verið notuð síðan árið 1949, þegar óeirðirnar brutust út á Austurvelli eftir að Ísland gekk í Nató. Kolbeinn mótmælir því að um árás á Alþingi hafi verið að ræða, hvað þá að öryggi þingsins hafi verið ógnað. Hann segir að mótmælendur séu í mesta lagi sekir um að trufla störf Alþingis frá áheyrandapöllunum. Kolbeinn segir að lokum að ákæran hafi komið honum verulega á óvart: „Við mótmæltum til þess að knýja fram breytingar. Þegar ætlunarverkið tókst, þá er maður ákærður fyrir það."
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira