Íhugar að játa til að spara skattfé 20. janúar 2010 21:46 Frá handtökunum á Alþingi. Athugið að Kolbeinn er ekki á myndinni. Mynd/ Arnþór Birkisson Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. „Ég var upptekinn í vinnunni þegar ég var truflaður af símtölum. Þá var mér sagt frá þessu. Svo fór ég á netið og sá þetta fyrst," segir Kolbeinn sem hefur ekki séð þau ákæruatriði sem lúta að honum. Kolbeinn var í mastersnámi í líftækni í Háskóla Íslands þegar hann ákvað í desember 2008 að fara niður á Alþingi að mótmæla. Hann var síðan handtekinn fyrir að óhlýðnast lögreglunni. Nú hefur hann verið ákærður fyrir að ráðast á Alþingi. „Þetta er bara spennandi," svaraði Kolbeinn spurður hvað honum fyndist um það að vera ákærður vegna mótmæla sinna. Spurður hvort hann muni lýsa sig sekan í málinu svarar hann: „Það kemur vel til greina. Það er skárra en að eyða tíma dómstólanna og skattfé í þessa vitleysu." Kolbeini þykir tíma dómstólanna betur varið í að sækja þá til saka sem komu að hruninu með beinum hætti. Kolbeinn og félagar hafa verið ákærðir fyrir 100 grein hegningarlaganna. Þeir eru semsagt ákærðir fyrir árás gegn Alþingi. Sú lagagrein hefur ekki verið notuð síðan árið 1949, þegar óeirðirnar brutust út á Austurvelli eftir að Ísland gekk í Nató. Kolbeinn mótmælir því að um árás á Alþingi hafi verið að ræða, hvað þá að öryggi þingsins hafi verið ógnað. Hann segir að mótmælendur séu í mesta lagi sekir um að trufla störf Alþingis frá áheyrandapöllunum. Kolbeinn segir að lokum að ákæran hafi komið honum verulega á óvart: „Við mótmæltum til þess að knýja fram breytingar. Þegar ætlunarverkið tókst, þá er maður ákærður fyrir það." Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. „Ég var upptekinn í vinnunni þegar ég var truflaður af símtölum. Þá var mér sagt frá þessu. Svo fór ég á netið og sá þetta fyrst," segir Kolbeinn sem hefur ekki séð þau ákæruatriði sem lúta að honum. Kolbeinn var í mastersnámi í líftækni í Háskóla Íslands þegar hann ákvað í desember 2008 að fara niður á Alþingi að mótmæla. Hann var síðan handtekinn fyrir að óhlýðnast lögreglunni. Nú hefur hann verið ákærður fyrir að ráðast á Alþingi. „Þetta er bara spennandi," svaraði Kolbeinn spurður hvað honum fyndist um það að vera ákærður vegna mótmæla sinna. Spurður hvort hann muni lýsa sig sekan í málinu svarar hann: „Það kemur vel til greina. Það er skárra en að eyða tíma dómstólanna og skattfé í þessa vitleysu." Kolbeini þykir tíma dómstólanna betur varið í að sækja þá til saka sem komu að hruninu með beinum hætti. Kolbeinn og félagar hafa verið ákærðir fyrir 100 grein hegningarlaganna. Þeir eru semsagt ákærðir fyrir árás gegn Alþingi. Sú lagagrein hefur ekki verið notuð síðan árið 1949, þegar óeirðirnar brutust út á Austurvelli eftir að Ísland gekk í Nató. Kolbeinn mótmælir því að um árás á Alþingi hafi verið að ræða, hvað þá að öryggi þingsins hafi verið ógnað. Hann segir að mótmælendur séu í mesta lagi sekir um að trufla störf Alþingis frá áheyrandapöllunum. Kolbeinn segir að lokum að ákæran hafi komið honum verulega á óvart: „Við mótmæltum til þess að knýja fram breytingar. Þegar ætlunarverkið tókst, þá er maður ákærður fyrir það."
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira