Framkvæmdastjóri SI: Nýsköpun mun skaðast 27. apríl 2010 10:56 Jón Steindór Valdimarsson segir að það þurfi að bregðast sem fyrst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. „Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins. Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
„Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins.
Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29