Enski boltinn

Úlfarnir mörðu Tranmere

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Úlfarnir komust áfram í ensku bikarkeppninni í kvöld er þeir lögðu Tranmere, 0-1. Þetta var síðasti leikur dagsins í bikarnum.

Það var Matthew Jarvis sem skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.

Leikmenn Tranmere bitu þó vel frá sér og voru ekki fjarri því að jafna leikinn.

Mikla athygli vakti innkoma Michael Ricketts í lið Tranmere en hann spilaði síðustu fimm mínútur leiksins.

Sá maður hefur algjörlega misst niður um sig í boltanum. Hann er þess utan orðinn akfeitur og vart hæfur í pöbbabolta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.