Fjölda nemenda neitað um skólavist 18. júní 2010 04:30 verzlunarskólinn Flestir sóttu um að komast í Verzlunarskóla Íslands, en hann var jafnframt sá skóli sem þurfti að hafna flestum nemendum. fréttablaðið/hörður Aldrei hefur hærra hlutfall grunnskólanema sótt um nám í framhaldsskóla og í vor. Rúmlega 97 prósent allra 10. bekkinga sem útskrifuðust úr grunnskóla á dögunum sóttu um áframhaldandi nám í framhaldsskólum landsins. Alls sóttu 4.477 10.-bekkingar um skólavist nú, en þeir voru 4.437 í fyrra. Það var þá met. Líkt og í fyrra komast ekki allir inn í skóla í fyrstu atrennu, en 217 nemendur standa út af. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til að öllum nemendunum verði fundið pláss í skóla fyrir lok mánaðarins. Erfiðast sé að finna pláss á höfuðborgarsvæðinu, sem sé sami vandi og undanfarin ár. Síðustu ár hefur hópur nemenda, sem ekki komst inn í fyrstu atrennu, verið í óvissu fram eftir sumri. Í ár var innritun breytt, forinnritun var í apríl og var því hægt að bregðast fyrr við vandanum að einhverju leyti, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Tekinn var upp forgangur á svæðum, þannig að framhaldsskólar þurftu að taka frá 45 prósent sinna plássa fyrir grunnskólanema úr grenndarskólum. Áhrifin af því eru ekki fyllilega komin í ljós, en Katrín segir ráðuneytið allavega ekki hafa fengið neinar slæmar fregnir af því. Langflestir sóttu um nám í Verzlunarskóla Íslands, eða 428 manns. Næstvinsælastur er Menntaskólinn við Hamrahlíð, en um skólavist þar sóttu 319. Í þriðja sæti var svo Menntaskólinn við Sund, Borgarholtsskóli var fjórði vinsælasti skólinn og Menntaskólinn í Reykjavík sá fimmti. Níu skólar þurfa að neita einhverjum þeirra sem sóttu um skólavist. Verzlunarskóli Íslands þarf að neita flestum nemendum um skólavist, en þar sóttu 120 fleiri um skólann en pláss er fyrir. Kvennaskólinn í Reykjavík þarf að hafna 104 nemendum, Menntaskólinn við Hamrahlíð 74 og Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík 57 nemendum. Tækniskólinn, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn að Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri þurftu að hafna á bilinu tveimur til tólf nemendum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Aldrei hefur hærra hlutfall grunnskólanema sótt um nám í framhaldsskóla og í vor. Rúmlega 97 prósent allra 10. bekkinga sem útskrifuðust úr grunnskóla á dögunum sóttu um áframhaldandi nám í framhaldsskólum landsins. Alls sóttu 4.477 10.-bekkingar um skólavist nú, en þeir voru 4.437 í fyrra. Það var þá met. Líkt og í fyrra komast ekki allir inn í skóla í fyrstu atrennu, en 217 nemendur standa út af. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til að öllum nemendunum verði fundið pláss í skóla fyrir lok mánaðarins. Erfiðast sé að finna pláss á höfuðborgarsvæðinu, sem sé sami vandi og undanfarin ár. Síðustu ár hefur hópur nemenda, sem ekki komst inn í fyrstu atrennu, verið í óvissu fram eftir sumri. Í ár var innritun breytt, forinnritun var í apríl og var því hægt að bregðast fyrr við vandanum að einhverju leyti, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Tekinn var upp forgangur á svæðum, þannig að framhaldsskólar þurftu að taka frá 45 prósent sinna plássa fyrir grunnskólanema úr grenndarskólum. Áhrifin af því eru ekki fyllilega komin í ljós, en Katrín segir ráðuneytið allavega ekki hafa fengið neinar slæmar fregnir af því. Langflestir sóttu um nám í Verzlunarskóla Íslands, eða 428 manns. Næstvinsælastur er Menntaskólinn við Hamrahlíð, en um skólavist þar sóttu 319. Í þriðja sæti var svo Menntaskólinn við Sund, Borgarholtsskóli var fjórði vinsælasti skólinn og Menntaskólinn í Reykjavík sá fimmti. Níu skólar þurfa að neita einhverjum þeirra sem sóttu um skólavist. Verzlunarskóli Íslands þarf að neita flestum nemendum um skólavist, en þar sóttu 120 fleiri um skólann en pláss er fyrir. Kvennaskólinn í Reykjavík þarf að hafna 104 nemendum, Menntaskólinn við Hamrahlíð 74 og Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík 57 nemendum. Tækniskólinn, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn að Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri þurftu að hafna á bilinu tveimur til tólf nemendum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira