Fjölda nemenda neitað um skólavist 18. júní 2010 04:30 verzlunarskólinn Flestir sóttu um að komast í Verzlunarskóla Íslands, en hann var jafnframt sá skóli sem þurfti að hafna flestum nemendum. fréttablaðið/hörður Aldrei hefur hærra hlutfall grunnskólanema sótt um nám í framhaldsskóla og í vor. Rúmlega 97 prósent allra 10. bekkinga sem útskrifuðust úr grunnskóla á dögunum sóttu um áframhaldandi nám í framhaldsskólum landsins. Alls sóttu 4.477 10.-bekkingar um skólavist nú, en þeir voru 4.437 í fyrra. Það var þá met. Líkt og í fyrra komast ekki allir inn í skóla í fyrstu atrennu, en 217 nemendur standa út af. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til að öllum nemendunum verði fundið pláss í skóla fyrir lok mánaðarins. Erfiðast sé að finna pláss á höfuðborgarsvæðinu, sem sé sami vandi og undanfarin ár. Síðustu ár hefur hópur nemenda, sem ekki komst inn í fyrstu atrennu, verið í óvissu fram eftir sumri. Í ár var innritun breytt, forinnritun var í apríl og var því hægt að bregðast fyrr við vandanum að einhverju leyti, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Tekinn var upp forgangur á svæðum, þannig að framhaldsskólar þurftu að taka frá 45 prósent sinna plássa fyrir grunnskólanema úr grenndarskólum. Áhrifin af því eru ekki fyllilega komin í ljós, en Katrín segir ráðuneytið allavega ekki hafa fengið neinar slæmar fregnir af því. Langflestir sóttu um nám í Verzlunarskóla Íslands, eða 428 manns. Næstvinsælastur er Menntaskólinn við Hamrahlíð, en um skólavist þar sóttu 319. Í þriðja sæti var svo Menntaskólinn við Sund, Borgarholtsskóli var fjórði vinsælasti skólinn og Menntaskólinn í Reykjavík sá fimmti. Níu skólar þurfa að neita einhverjum þeirra sem sóttu um skólavist. Verzlunarskóli Íslands þarf að neita flestum nemendum um skólavist, en þar sóttu 120 fleiri um skólann en pláss er fyrir. Kvennaskólinn í Reykjavík þarf að hafna 104 nemendum, Menntaskólinn við Hamrahlíð 74 og Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík 57 nemendum. Tækniskólinn, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn að Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri þurftu að hafna á bilinu tveimur til tólf nemendum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Aldrei hefur hærra hlutfall grunnskólanema sótt um nám í framhaldsskóla og í vor. Rúmlega 97 prósent allra 10. bekkinga sem útskrifuðust úr grunnskóla á dögunum sóttu um áframhaldandi nám í framhaldsskólum landsins. Alls sóttu 4.477 10.-bekkingar um skólavist nú, en þeir voru 4.437 í fyrra. Það var þá met. Líkt og í fyrra komast ekki allir inn í skóla í fyrstu atrennu, en 217 nemendur standa út af. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til að öllum nemendunum verði fundið pláss í skóla fyrir lok mánaðarins. Erfiðast sé að finna pláss á höfuðborgarsvæðinu, sem sé sami vandi og undanfarin ár. Síðustu ár hefur hópur nemenda, sem ekki komst inn í fyrstu atrennu, verið í óvissu fram eftir sumri. Í ár var innritun breytt, forinnritun var í apríl og var því hægt að bregðast fyrr við vandanum að einhverju leyti, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Tekinn var upp forgangur á svæðum, þannig að framhaldsskólar þurftu að taka frá 45 prósent sinna plássa fyrir grunnskólanema úr grenndarskólum. Áhrifin af því eru ekki fyllilega komin í ljós, en Katrín segir ráðuneytið allavega ekki hafa fengið neinar slæmar fregnir af því. Langflestir sóttu um nám í Verzlunarskóla Íslands, eða 428 manns. Næstvinsælastur er Menntaskólinn við Hamrahlíð, en um skólavist þar sóttu 319. Í þriðja sæti var svo Menntaskólinn við Sund, Borgarholtsskóli var fjórði vinsælasti skólinn og Menntaskólinn í Reykjavík sá fimmti. Níu skólar þurfa að neita einhverjum þeirra sem sóttu um skólavist. Verzlunarskóli Íslands þarf að neita flestum nemendum um skólavist, en þar sóttu 120 fleiri um skólann en pláss er fyrir. Kvennaskólinn í Reykjavík þarf að hafna 104 nemendum, Menntaskólinn við Hamrahlíð 74 og Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík 57 nemendum. Tækniskólinn, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn að Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri þurftu að hafna á bilinu tveimur til tólf nemendum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira