Einar K.: „Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd“ Höskuldur Kári Schram skrifar 29. september 2010 18:44 Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins. Landsdómur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins.
Landsdómur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira